Tilviljanatré
Herba Stochia, á íslensku „Tilviljanatré“, byggir á stærðfræðilegu kerfi sem hermir eftir því hvernig plöntur vaxa, greinar þeirra kvíslast og skipta sér upp í smærri og smærri eftirmyndir af sjálfri sér. Stærð myndanna er A4 og eru þær allar innrammaðar og áritaðar.
Tölvan býr til nýjar jurtamyndir út frá kóða sem ég forritaði með þessu kerfi og þær eru svo settar í gegnum vélrænan teiknara, „plotter“ sem teiknar myndina að endingu á blað. Á plotternum er festur japanskur skrautskriftarpenni sem fylltur er af bleki sem er unnið úr íslenskum krækiberum.
Útkoman er lífræn og í senn ólífræn mynd úr ímyndaðri náttúru.
Showing all 4 results